Kosningakerfi

Kosningakerfi ákvarða fyrirkomulag kosninga og tiltaka meðal annars hverjir hafa rétt til þátttöku sem frambjóðendur og kjósendur.  Þó að kosningaréttur hafi í upphafi víða verið takmarkaður við eignamenn hefur þróunin síðan verið sú, að almennt er litið svo á að allir fullorðnir einstaklingar njóti kosningaréttar og að kosningar séu leynilegar.  Hliðstæð þróun á grundvelli almenns samkomulags hefur hins vegar ekki átt sér stað hvað varðar þann þátt kosningakerfa sem lýtur að því hvernig kjósendur greiða atkvæði og hvernig þau ákvarða úthlutun embætta.  Fjöldi mismunandi kosningakerfa er notaður í lýðræðisríkjum og einstök ríki hafa oft tekið upp ný kerfi auk þess sem fjölmörg kosningakerfi hafa verið notuð í öðrum félögum, samtökum og stofnunum.

Hér fyrir neðan eru tenglar á upplýsingasíður um þau kosningakerfi sem notuð eru við forsetakosningar eða koma helst til greina í þeim efnum.