Meirihlutakosning í einni umferð

Hver notar kosningakerfið? Island

Meirihlutakosning í einni umferð er sérstaklega einfalt kosingakerfi sem er notað mjög víða, bæði fyrir kosningar í pólitísk embætti sem og innan samtaka.  Hins vegar nota tiltölulega fá lönd kerfið fyrir forsetakosningar, en það er gert á Íslandi.

Framkvæmd kosninga:
Hver kjósandi greiðir einum frambjóðanda atkvæði.  Frambjóðendur geta verið frambjóðendur stjórnmálaflokka eða óháðir.  Frambjóðandinn sem flest atkvæði hlýtur nær kjöri.

Dæmi:
Frambjóðandi A fær 40% atkvæða, B fær 30% atkvæða, C fær 20% atkvæða og D 10% atkvæða.
Frambjóðandi A sigurvegari kosninganna.

Kostir og gallar:
Kosningakerfið er mjög einfalt og gagnsætt fyrir kjósendur.

Kjósendur sem telja að sá frambjóðandi sem þeir vildu helst sjá í embætti hafi litla möguleika á að sigra í kosningunum þurfa að velja á milli þess að kjósa þann frambjóðanda eða að nota atkvæðið sitt skynsamlega og kjósa frambjóðanda sem á raunhæfa möguleika á sigri.

Kosningakerfið hefur tilhneigingu til þess að gera kosningar samkeppni á milli tveggja frambjóðenda eða flokka, þar sem kjósendur greiða síður atkvæði þeim frambjóðendum sem hafa litla von um sigur.  Þannig gerir kerfið minni flokkum erfiðara um vik og getur haft neikvæð áhrif á pólitíska umræðu í samfélaginu og takmarkað valkosti kjósenda.

Í þingkosningum með einmenningskjördæmum sem notast við þetta kerfi tryggir kosningin einum flokki yfirleitt þingmeirihluta og um leið stöðugri ríkisstjórnir eins flokks. Þetta er oft talið auka ábyrgð einstakra flokka gagnvart kjósendum og skapa þeim skýrari valkosti.

Þegar fleiri en tveir frambjóðendur eða flokkar eru í framboði í þessu kerfi er ekki óalgengt að sigurvegari kosninganna njóti stuðnings minnihluta kjósenda og hætta er á því að afstaða meirihlutans í garð sigurvegarans sé virt að vettugi.