Samþykki á þátttöku

Velkomin til þátttöku í netkosningunum. Við þökkum þér fyrir þátttöku í verkefninu.

Á næstu síðum verður þú beðin um að ímynda þér að þú takir þátt í kosningum til embættis forseta Íslands sem haldnar eru með mismunandi kosningakerfum. Þú verður beðin um að greiða atkvæði fimm sinnum og í hvert skipti er notað nýtt kosningakerfi. Þú færð að greiða atkvæði í kosningum þar sem notuð er meirihlutakosningu í einni umferð (líkt og á Íslandi), meirihlutakosning í tveimur umferðum (líkt og gert er í Frakklandi), varaatkvæðiskerfi (líkt og á Írlandi), stigakerfi og stuðningsatkvæðiskerfi (sem eru hvergi notuð fyrir forsetakjör). Áður en þú greiðir atkvæði eru birtar upplýsingar um hvernig kosningakerfið virkar. Þátttaka þín mun taka á bilinu fimm til fimmtán mínútur - eftir því hversu mikin tíma þú tekur til að kynna þér kosningakerfið.

Eftir að þú hefur greitt atkvæði munum við spyrja þig nokkurra spurninga. Þú getur kosið að svara þessum spurningum ekki ef þér sýnist svo en við hvetjum þig að sjálfsögðu til að svara þeim.

Þátttaka þin er valfrjáls og svör þín eru ekki persónugreinanleg. Þau verða skráð í gagnagrunn á netþjóni í Bandaríkjunum án nokkurra auðkenna sem gefa færi á að rekja svörin til þátttakenda. (Sjá nánar á síðunni "Trúnaðarmál").

Þátttaka þín í dag mun hjálpa okkur við að öðlast skilning á því hvernig kjósendar greiða atkvæði í mismunandi kosningakerfum og hverjar afleiðingar mismunandi kosningakerfa á stjórnmál og stefnu eru. Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar skömmu eftir kosningarnar til embættis forseta Íslands fara fram (30. júni 2012).

Kærar þakkir fyrir að taka þátt.